Ný sending af Alberto buxum

Við vorum að fá inn nýja sendingu frá Alberto. Þessi sending fór fyrir mistök á eitthvað flakk um Evrópu áður en hún náði inn á gólf hjá okkur.

Í þessari sendingu fengum við úrval af síðbuxum fyrir dömur og herra og stuttbuxum fyrir herra. Eitthvað af nýjum litum og svo fengum við aftur buxur sem eru það sem þeir kalla „water-repellent“.